Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 21:19 Michael Douglas er margverðlaunaður fyrir störf sín í skemmtanaiðnaðinum og er sonur leikarans Kirk Douglas. Vísir/Getty Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“ MeToo Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“
MeToo Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira