Víðines minnir á geðveikrahæli Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án stuðnings. Hér er hann með Gylfa Ægissyni. vísir/hanna „Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira