Formaður Prestafélagsins segir fréttir af launum biskups vera kynbundna aðför Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2018 07:30 Agnes M. Sigurðardóttir biskup í ræðustóli á kirkjuþingi í desember. vísir/anton brink „Ég tel ekki vænlegt til árangurs að taka til beinna varna fyrir frú Agnesi biskup af því að þar með vöðum við inn í þá gildru sem búið er að spenna upp,“ segir Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, í bréfi til presta innan þjóðkirkjunnar um áramótin. Eins og kunnugt er hafa fréttir verið sagðar af launamálum og kjörum presta og biskupa í kjölfar ákvörðunar kjararáðs fyrir jól um breytingar á launum þessara hópa. Þar hefur umfjöllun um mál Agnesar M. Sigurðardóttur biskups verið mest áberandi enda er hún launahæsti starfsmaður þjóðkirkjunnar og fékk 22 prósenta launahækkun sem auk þess var afturvirk í eitt ár.Kristján Björnsson, formaður Prestafélagsins.Fram kom á Vísi í gær að Prestafélagið hafði lagt til við kjararáð að biskupinn fengi um 170 þúsund króna meiri hækkun en síðan varð raunin. Ef farið hefði verið að vilja félagsins hefðu mánaðarlaun biskups hækkað í um 1.720.000 krónur í stað þeirra 1.553.000 króna sem biskupi voru úrskurðaðar. Launahækkunin hefði þá verið 34 prósent. Ljóst er af fyrrnefndu bréfi formanns Prestafélagsins að hann telur fréttaflutning af þessu málefni skipulagðan til að koma höggi á þjóna kirkjunnar. Ráðlegt sé að prestar almennt stígi ekki inn í umræðuna um kjaramál biskupsins. „Við það mun umfjöllun um frú Agnesi fá nýtt eldsneyti sem tryggir áframhaldandi neikvæða umfjöllun um hana á þennan persónulega hátt sem verið er að reyna að leiða okkur inn í,“ segir í bréfi Kristjáns. Athygli vekur að Kristján sýnist telja kynferði biskupsins ráða innihaldi frétta um kjaramálin. „Þetta er örugglega kynbundin aðför. Það mætti vel hugsa það í ljósi #metoo eftir áramótin og bið ég ykkur að hugsa það vel,“ skrifar Kristján í bréfi sínu. Í samtali við Fréttablaðið kveður þó við annan tón hjá Kristjáni er hann er spurður hvort fréttaflutningur af kjaramálum biskups markist af því að hún er kona. „Það er búinn að vera alvarlegur og góður þungi í #metoo-byltingunni og mér finnst vera svo mörg alvarleg mál sem liggja þar að baki; ofbeldi og brot gagnvart fólki að mér finnst ekki vera hægt að nota þá umræðu yfir þessa stöðu,“ segir Kristján. Ekki þurfi að vorkenna biskupi Íslands. „Ég er líka mjög skeptískur á það að nota hugtök eins og kynbundið ofbeldi eða einelti um stöðu í pólitík eða stöðu embættismanns vegna þess að þau hugtök eru svo dýr í mínum huga,“ heldur Kristján áfram. Þessi hugtök eigi við um fólk sem hafi raunverulega orðið fyrir gríðarlegu ofbeldi og verulegum skakkaföllum í lífinu. „Mér finnst ekki réttlætanlegt að nota svoleiðis hugtök um þessa stöðu sem er núna. Við erum ekki í neinu einelti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Trúmál Tengdar fréttir Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. 29. desember 2017 07:15 Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Samkvæmt erindi PÍ til Kjararáðs skal miða laun biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. 2. janúar 2018 10:29 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
„Ég tel ekki vænlegt til árangurs að taka til beinna varna fyrir frú Agnesi biskup af því að þar með vöðum við inn í þá gildru sem búið er að spenna upp,“ segir Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, í bréfi til presta innan þjóðkirkjunnar um áramótin. Eins og kunnugt er hafa fréttir verið sagðar af launamálum og kjörum presta og biskupa í kjölfar ákvörðunar kjararáðs fyrir jól um breytingar á launum þessara hópa. Þar hefur umfjöllun um mál Agnesar M. Sigurðardóttur biskups verið mest áberandi enda er hún launahæsti starfsmaður þjóðkirkjunnar og fékk 22 prósenta launahækkun sem auk þess var afturvirk í eitt ár.Kristján Björnsson, formaður Prestafélagsins.Fram kom á Vísi í gær að Prestafélagið hafði lagt til við kjararáð að biskupinn fengi um 170 þúsund króna meiri hækkun en síðan varð raunin. Ef farið hefði verið að vilja félagsins hefðu mánaðarlaun biskups hækkað í um 1.720.000 krónur í stað þeirra 1.553.000 króna sem biskupi voru úrskurðaðar. Launahækkunin hefði þá verið 34 prósent. Ljóst er af fyrrnefndu bréfi formanns Prestafélagsins að hann telur fréttaflutning af þessu málefni skipulagðan til að koma höggi á þjóna kirkjunnar. Ráðlegt sé að prestar almennt stígi ekki inn í umræðuna um kjaramál biskupsins. „Við það mun umfjöllun um frú Agnesi fá nýtt eldsneyti sem tryggir áframhaldandi neikvæða umfjöllun um hana á þennan persónulega hátt sem verið er að reyna að leiða okkur inn í,“ segir í bréfi Kristjáns. Athygli vekur að Kristján sýnist telja kynferði biskupsins ráða innihaldi frétta um kjaramálin. „Þetta er örugglega kynbundin aðför. Það mætti vel hugsa það í ljósi #metoo eftir áramótin og bið ég ykkur að hugsa það vel,“ skrifar Kristján í bréfi sínu. Í samtali við Fréttablaðið kveður þó við annan tón hjá Kristjáni er hann er spurður hvort fréttaflutningur af kjaramálum biskups markist af því að hún er kona. „Það er búinn að vera alvarlegur og góður þungi í #metoo-byltingunni og mér finnst vera svo mörg alvarleg mál sem liggja þar að baki; ofbeldi og brot gagnvart fólki að mér finnst ekki vera hægt að nota þá umræðu yfir þessa stöðu,“ segir Kristján. Ekki þurfi að vorkenna biskupi Íslands. „Ég er líka mjög skeptískur á það að nota hugtök eins og kynbundið ofbeldi eða einelti um stöðu í pólitík eða stöðu embættismanns vegna þess að þau hugtök eru svo dýr í mínum huga,“ heldur Kristján áfram. Þessi hugtök eigi við um fólk sem hafi raunverulega orðið fyrir gríðarlegu ofbeldi og verulegum skakkaföllum í lífinu. „Mér finnst ekki réttlætanlegt að nota svoleiðis hugtök um þessa stöðu sem er núna. Við erum ekki í neinu einelti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Trúmál Tengdar fréttir Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. 29. desember 2017 07:15 Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Samkvæmt erindi PÍ til Kjararáðs skal miða laun biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. 2. janúar 2018 10:29 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. 29. desember 2017 07:15
Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Samkvæmt erindi PÍ til Kjararáðs skal miða laun biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. 2. janúar 2018 10:29
Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54