Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 20:00 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira