Vilja banna sölu á límgildrum sem ekki má nota Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 20:00 Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira