Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2018 11:19 Vindmælir sem Samskip eru með á Vogabakka sló upp í 36 metra á sekúndu í morgun. Og þá lokuðu þeir og forðuðu sér í skjól. visir/andri marinó Bergvin Magnús Þórðarson, öryggisstjóri hjá Samskipum, segir að þeir hafi þurft að loka starfseminni í morgun, í gámahlutanum á Vogabakka. „Við gerum það ef vindur fer yfir 30 metra, þá förum við að horfa í kringum okkur. Hér erum við með vindmæli á bryggjunni á Vogabakka, sem við rekum sjálfir. Hann fór í 36 metra klukkan 7:20 og var ekki kominn niður fyrir ásættanleg mörk fyrr en klukkan 10:30. Og þá opnuðum við aftur,“ segir Bergvin. En, veður er nú að ganga niður.Bergvin segir að fjögurra og hálfs tonna gámur hafi fokið um eins og pappaspjald. En, nú er veður að ganga niður.Bergvin lýsir þessu svo fyrir blaðamanni Vísis að þá séu allir lyftarar settir í sérstaka stöðu, eins og þeir séu að taka efsta gáminn í stæðunni og svo er drepið og farið inn. Mannskapurinn sendur inn í skjól. Þannig halda lyftararnir við stakkinn þannig að hann getur ekki hrunið. „Hver stakkur getur verið með hundrað gáma og við höfum verið að horfa á gám sem er fjögur og hálft tonn fjúka um eins og pappír. Þannig að við tökum enga sénsa. Öryggið er númer eitt. Leggjum mikla áherslu á það, að mannskapur sé öruggur.“ Bergvin, sem hefur starfað hjá Samskipum í 30 ár, „nýbyrjaður,“ eins og hann segir, hefur séð það verra. En þetta hafi verið slæmt. „Við höfum verið með veður sem sló uppí 48 metra. Það var hvellur.“ Þetta var fyrir tæpum áratug. Nú bíður Bergvin, sem og aðrir landsmenn eftir næsta veðurham sem verður líkast til á fimmtudaginn, samkvæmt spám. Veður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Bergvin Magnús Þórðarson, öryggisstjóri hjá Samskipum, segir að þeir hafi þurft að loka starfseminni í morgun, í gámahlutanum á Vogabakka. „Við gerum það ef vindur fer yfir 30 metra, þá förum við að horfa í kringum okkur. Hér erum við með vindmæli á bryggjunni á Vogabakka, sem við rekum sjálfir. Hann fór í 36 metra klukkan 7:20 og var ekki kominn niður fyrir ásættanleg mörk fyrr en klukkan 10:30. Og þá opnuðum við aftur,“ segir Bergvin. En, veður er nú að ganga niður.Bergvin segir að fjögurra og hálfs tonna gámur hafi fokið um eins og pappaspjald. En, nú er veður að ganga niður.Bergvin lýsir þessu svo fyrir blaðamanni Vísis að þá séu allir lyftarar settir í sérstaka stöðu, eins og þeir séu að taka efsta gáminn í stæðunni og svo er drepið og farið inn. Mannskapurinn sendur inn í skjól. Þannig halda lyftararnir við stakkinn þannig að hann getur ekki hrunið. „Hver stakkur getur verið með hundrað gáma og við höfum verið að horfa á gám sem er fjögur og hálft tonn fjúka um eins og pappír. Þannig að við tökum enga sénsa. Öryggið er númer eitt. Leggjum mikla áherslu á það, að mannskapur sé öruggur.“ Bergvin, sem hefur starfað hjá Samskipum í 30 ár, „nýbyrjaður,“ eins og hann segir, hefur séð það verra. En þetta hafi verið slæmt. „Við höfum verið með veður sem sló uppí 48 metra. Það var hvellur.“ Þetta var fyrir tæpum áratug. Nú bíður Bergvin, sem og aðrir landsmenn eftir næsta veðurham sem verður líkast til á fimmtudaginn, samkvæmt spám.
Veður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira