Getur valið úr kennurum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2017 10:15 Ari horfir bjartsýnn fram á veginn enda hefur lánið verið með honum til þessa. Vísir/Eyþór Árnason Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein