Eliza Reed skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. desember 2017 10:20 Eliza Reed var skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna í gær. Twitter/Oman tourism Eliza Reed forsetafrú flutti í gær ávarp á á ráðstefnunni World Conference on Tourism and Culture sem haldin er í Múskat, höfuðborg Ómans. Á ráðstefnunni í gær var hún skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna. „Ráðstefnan, sem var haldin í annað sinn, fór að þessu sinni fram í Múskat, höfuðborg Ómans. Ég tók líka því boði að gerast sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna á sviði ferðamennsku og heimsmarkmiða samtakanna. Ég hlakka til að vinna áfram með UNWTO, Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna í þessum geira,“ skrifaði Eliza á Facebook. Í ræðu sinni á ráðstefnunni í gær talaði Eliza meðal annars um Ísland. Hún sagði sterka jákvæða tengingu vera á milli ferðamannaiðnaðarins og friðar og öryggis. „Á Íslandi erum við stolt af því að vera friðsælasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index og við höfum séð ávinninginn sem þetta orðspor hefur haft á ferðamannaiðnaðinn okkar. Síðustu ár höfum við einnig verið í fyrsta sæti á lista World Economic Forum vegna kynjajafnrétts og íslenska ríkisstjórnin sem tók við þann 30. Nóvember á þessu ári hefur sett kynjajafnrétti í forgang og stefnir að því að laga launamun kynjanna.“ Sagði Eliza einnig að hún hefði mikla trú á því hvað sjálfbær ferðamannaiðnaður gæti gert til þess að draga úr ójöfnuði og auka umburðarlyndi. Að vera skipuð sérlegur ráðherra væri henni því mikill heiður.Ræðuna má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Eliza Reed forsetafrú flutti í gær ávarp á á ráðstefnunni World Conference on Tourism and Culture sem haldin er í Múskat, höfuðborg Ómans. Á ráðstefnunni í gær var hún skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna. „Ráðstefnan, sem var haldin í annað sinn, fór að þessu sinni fram í Múskat, höfuðborg Ómans. Ég tók líka því boði að gerast sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna á sviði ferðamennsku og heimsmarkmiða samtakanna. Ég hlakka til að vinna áfram með UNWTO, Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna í þessum geira,“ skrifaði Eliza á Facebook. Í ræðu sinni á ráðstefnunni í gær talaði Eliza meðal annars um Ísland. Hún sagði sterka jákvæða tengingu vera á milli ferðamannaiðnaðarins og friðar og öryggis. „Á Íslandi erum við stolt af því að vera friðsælasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index og við höfum séð ávinninginn sem þetta orðspor hefur haft á ferðamannaiðnaðinn okkar. Síðustu ár höfum við einnig verið í fyrsta sæti á lista World Economic Forum vegna kynjajafnrétts og íslenska ríkisstjórnin sem tók við þann 30. Nóvember á þessu ári hefur sett kynjajafnrétti í forgang og stefnir að því að laga launamun kynjanna.“ Sagði Eliza einnig að hún hefði mikla trú á því hvað sjálfbær ferðamannaiðnaður gæti gert til þess að draga úr ójöfnuði og auka umburðarlyndi. Að vera skipuð sérlegur ráðherra væri henni því mikill heiður.Ræðuna má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira