Magðalena segir skelfilegt að sjá aðstæður í Tyrklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 08:00 Hópurinn sem Magðalena var með í Ankara heimsótti líka hjálparstöð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þar sá hún þessa mynd sem eitt barnanna hafði teiknað. Magðalena Kjartansdóttir „Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað. Flóttamenn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað.
Flóttamenn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira