Donnarumma hágrét eftir leik út af stuðningsmönnum sem vilja losna við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 09:30 Gennaro Gattuso reynir að hugga Gianluigi Donnarumma. vísir/getty Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga. Ítalski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, 18 ára gamall markvörður AC Milan, hágrét eftir 3-0 sigurleik liðsins gegn Hellas Verona í ítalska bikarnum í gærkvöldi, bæði úti á vellinum eftir lokaflautið og inn í klefa. Ástæðan er meðferð stuðningsmanna á markverðinum unga en hann á ekkert inni hjá þeim eftir að hann vildi losna frá félaginu í sumar og fréttir eru nú í gangi á Ítalíu að hann vill enn þá fara. Donnarumma skrifaði undir flottan samning í sumar sem tryggir honum sex milljónir evra í árslaun auk þess sem að bróðir hans var fenginn til félagsins en stuðningsmennirnir kalla Antonio Donnarumma, bróður Gianlugi, „sníkjudýr“."Psychological violence by giving you €6 million a season & signing your parasite brother? It's time to leave...our patience with you is over!" Milan fans showing their anger towards Donnarumma after all the reports that he's trying to leave them... pic.twitter.com/gNEql2iqk5 — ItalianFootballTV (@IFTVofficial) December 13, 2017 Nú eru í gangi á Ítalíu fréttir þess efnis að Donnarumma vilji ógilda samninginn sinn þar sem hann hafi verið neyddur til að skrifa undir en eftir að þær fréttir fóru í gang misstu stuðningsmenn Mílanó-liðsins alla þolinmæði gagnvart markverðinum unga. „Það var andlegt ofbeldi að gefa þér sex milljóna evra samning og semja við sníkjudýrið bróður þinn. Nú þarftu að fara. Þolinmæði okkar gagnvart þér er á þrotum,“ stóð á stórum borða upp í stúku á San Siro í gærkvöldi. Stuðningsmennirnir bauluðu á Donnarumma allan leikinn og sungu um hann níðsöngva en þetta varð til þess að hann brotnaði niður eftir leik þar sem Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, og Leonardo Bonucci, fyrirliði liðsins, reyndu hvað þeir gátu að hugga markvörðinn unga.
Ítalski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira