Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2017 12:38 Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas. vísir/Pjetur Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér. Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér.
Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19