Opna risastóran trampólíngarð í húsnæði Kosts Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 14:33 Húsnæðið er um tvö þúsund fermetrar að sögn Torfa. vísir/valgarður Rush Iceland greindi frá því á Facebook-síðu sinni um helgina að stefnt væri að opnun trampólíngarðs í húsnæði verslunarinnar Kosts á Dalvegi 10-14 sem lokaði fyrir stuttu.„Við stefnum á opnun snemma næsta árs. Það fer allt eftir því hvernig hönnunin gengur,“ segir Torfi Jóhannsson, maðurinn á bak við verkefnið, í samtali við fréttastofu Vísis. „Við erum búin að vera að leita að hentugu húsnæði í þrjú ár. Þessi hugmynd kom upp þegar Kostur hætti. Þarna verður nóg hægt að gera enda er húsnæðið um tvö þúsund fermetrar.“Þessi mynd er tekin í einum af fjölmörgum trampólíngörðum Rush.Rush IcelandVísir greindi frá því í apríl að Rush Iceland hygðist opna trampólíngarð í Suðurhrauni í Garðabæ. Ekkert varð af þeim áætlunum og verður garðurinn nú þar sem verslunin Kostur var. Hann segir að Suðurhraun hafi dottið upp fyrir þar sem að bygging hússins hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. Rush rekur tíu trampólíngarða víðsvegar um heiminn og setur það kröfur að öryggisstöðlum sé fylgt. „Við innleiðum þeirra kerfi og stjórnun. Svo munum við gæta að öryggiskröfum- og stöðlum sem sett eru í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Torfi. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólki finnst þetta spennandi. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær við opnum en við vorum bara ekki tilbúin að opna við hvaða aðstæður sem er. Við vildum hafa ákveðna lofthæð og stærð og þegar það húsnæði komst í okkar hendur loksins, þá var stokkið á það.“Hér má sjá tilkynninguna sem birtist á Facebook-síðu Rush Iceland um liðna helgi. Neytendur Tengdar fréttir Risastór trampólíngarður í Garðabæinn Staðurinn verður í Suðurhrauni 10. 12. apríl 2017 11:21 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Rush Iceland greindi frá því á Facebook-síðu sinni um helgina að stefnt væri að opnun trampólíngarðs í húsnæði verslunarinnar Kosts á Dalvegi 10-14 sem lokaði fyrir stuttu.„Við stefnum á opnun snemma næsta árs. Það fer allt eftir því hvernig hönnunin gengur,“ segir Torfi Jóhannsson, maðurinn á bak við verkefnið, í samtali við fréttastofu Vísis. „Við erum búin að vera að leita að hentugu húsnæði í þrjú ár. Þessi hugmynd kom upp þegar Kostur hætti. Þarna verður nóg hægt að gera enda er húsnæðið um tvö þúsund fermetrar.“Þessi mynd er tekin í einum af fjölmörgum trampólíngörðum Rush.Rush IcelandVísir greindi frá því í apríl að Rush Iceland hygðist opna trampólíngarð í Suðurhrauni í Garðabæ. Ekkert varð af þeim áætlunum og verður garðurinn nú þar sem verslunin Kostur var. Hann segir að Suðurhraun hafi dottið upp fyrir þar sem að bygging hússins hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. Rush rekur tíu trampólíngarða víðsvegar um heiminn og setur það kröfur að öryggisstöðlum sé fylgt. „Við innleiðum þeirra kerfi og stjórnun. Svo munum við gæta að öryggiskröfum- og stöðlum sem sett eru í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Torfi. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólki finnst þetta spennandi. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær við opnum en við vorum bara ekki tilbúin að opna við hvaða aðstæður sem er. Við vildum hafa ákveðna lofthæð og stærð og þegar það húsnæði komst í okkar hendur loksins, þá var stokkið á það.“Hér má sjá tilkynninguna sem birtist á Facebook-síðu Rush Iceland um liðna helgi.
Neytendur Tengdar fréttir Risastór trampólíngarður í Garðabæinn Staðurinn verður í Suðurhrauni 10. 12. apríl 2017 11:21 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur