Akureyringur á 150 kílómetra hraða hafði betur gegn lögreglunni í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2017 13:09 Koma verður í ljós hvort lögreglan á Norðurlandi vestra geri aðra tilraun til þess að rukka Akureyringinn um 130 þúsund krónurnar. Vísir/Auðunn Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins. Akrahreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins.
Akrahreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira