Bíður fjarri fjölskyldunni eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:30 Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu Líkt og margar aðrar konur sem búa á landsbyggðinni ákvað Hafdís sem býr í Vestmannaeyjum að fara til Reykjavíkur þegar settur dagur nálgaðist til að vera nærri fæðingardeild. Hún hefur nú beðið í Reykjavík í tvær vikur aðskilin börnum sínum tveimur og fjölskyldu. „Þetta er svolítið erfitt að vera í burtu og missa af öllu sem er í gangi í skólanum í desember og geta ekki notið aðventunnar heima," segir Hafdís Ástþórsdóttir. Í Vestmannaeyjum er rekin mæðravernd og hægt er að eiga börn á Heilbrigðisstofnunnni. Þar eru þó hvorki svæfingar- né skurðlæknar til að skerast í leikinn ef eitthvað fer úrskeiðis. Hún hafði íhugað að eiga barnið þar en hætti við þegar kona sem átti að eiga á svipuðum tíma lenti í erfiðleikum. „Hún fæðir barnið í Vestmannaeyjum og það gekk bara ágætlega, nema að hún nær ekki að fæða fylgjuna. Þá þurfti að kalla út sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þá tók það hátt í tvo tíma að koma henni til Reykjavíkur til að klára," segir Hafdís. Samgögnur milli lands og Eyja geti verið óstöðugar og taldi Hafdís ómögulegt að taka áhættu með fæðinguna. „Það er bara allra veðra von og sérstaklega á þessum árstíma. Þá tekur maður ekki séns," segir hún. Biðin gæti varað í tvær vikur til viðbótar en Hafdís segist heppin að hafa aðgang að íbúð í borginni. Ekki búi allir við það. „Það eru engir styrkir eða neitt sem kemur á móti. Kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum þúsunda, bæði með vinnutapi og gistingu," segir Hafdís. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu. „Þetta er þyngra en tárum taki að við skulum haga málum með þessum hætti sem land og þjóð," segir Elliði Vignisson. „Það er ekki eðlilegt að við stillum málum þannig upp að fæðandi mæður og eiginmenn þeirra og barnsfeður skuli þurfa að dvelja langdvölum frá heimili sínu," segir Elliði.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira