Frestun skýrslu Hannesar ekkert með afmæli Davíðs að gera Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2017 15:21 Hannes segir ekkert hasta með skýrsluna, hún er til athugunar hjá þeim sem við sögu koma og þá mun mál Geirs og bækur Jóhönnu og Brown hafa áhrif á skýrsluna. En, afmæli Davíðs kemur þessu ekkert við. Útkoma margumræddrar skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um bankahrunið, sú sem Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra pantaði hjá Hannesi fyrir tíu milljónir króna, frestast enn. Hannes greindi sjálfur frá því í pistli á Pressunni þar sem segir: „Mér hefur ólíkt RÚV ekki fundist liggja neitt á, svo að ég ákvað að taka tillit til þeirra, en miða þá við tímann fram til 16. janúar. Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.“Hláleg kenning Marðar Mörður Árnason íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður vill setja þessa dagsetningu í samhengi við það að 17. janúar á Davíð Oddsson afmæli.En eins og þeir vita sem fylgst hafa með stjórnmálum er Davíð í hávegum hafður í bókum Hannesar. Svo það sé varlega orðað. Hannesi var skemmt þegar Vísir bar þessa kenningu undir hann. Taldi þetta til marks um frjótt ímyndunarafl og skáldagáfu. Ástæðan sé einfaldlega sú að 16. nóvember hafi hann tekið ákvörðun um að rétt væri að bera ýmis atriði undir þá sem við sögu koma í skýrslunni. Að þeim gæfist kostur á að setja fram athugasemdir og ekki síður leiðréttingar. Mánuður hefði kannski verið hæfilegt en það væri ekki heppilegt að senda skýrsluna frá sér 16. desember, það hlyti hver maður að sjá og tveir mánuðir væru ríflegur og góður tími. Sem er einmitt 16. janúar. Hins vegar væri það, vel að merkja, sá frestur sem menn hefðu til að koma á framfæri leiðréttingum. En, það segði í sjálfu sér ekkert til um hvort skýrslan kæmi út akkúrat þá.Vill ekki segja hversu margir eru með skýrsluna til umfjöllunar Frestunin hefur sem sagt ekkert með það að gera að Davíð á afmæli og ekki heldur það sem flogið hefur fyrir, að Hannes vilji ekki senda skýrsluna frá sér fyrr en eftir að stjórn hafi verið mynduð. Hannesi þykir slíkar kenningar fráleitar. Hannes vill ekki, þrátt fyrir að hafa verið inntur eftir því nokkrum sinnum, greina frá því hversu margir þetta eru sem eru með skýrsluna nú til yfirlestrar. „Ég hef ekki tölu á þeim.“ En, það væru meðal annars Bretar sem við sögu koma, en skýrslan fjallar um það hvernig alþjóðasamfélagið, ekki síst Bretar, komu fram við Íslendinga: „Skyldu þá eftir á köldum klaka,“ að sögn Hannesar.Niðurstaða í máli Geirs mun hafa áhrif á skýrslunaHannes segir spurður einnig ætla að líta til þess hvernig dómur fellur fyrir Mannréttindadómsstóli Evrópu í máli Geirs H. Haarde sendiherra í Washington á hendur íslenska ríkinu. Geir var sakfelldur í Landsdómi fyrir að halda ekki ráðherrafundi þegar ljóst mátti verða í hvað stefndi með fjármálahrunið í október 2008. Landsdómur segir hann sekan um vanrækslu, hann hefði getað stuðlað að minna tjóni sem hlaust af falli bankanna með því að marka pólitíska stefnu. Þó Geir hafi ekki verið dæmdur til neinnar refsingar hefur hann ekki viljað una þessu og skaut málinu til Evrópu. Hannes telur ekki ólíklegt að þessi dómur kunni að hafa áhrifa á það hvernig skýrslan verður. Dóms í máli Geirs er að vænta nú á fimmtudag. „Þetta er eitt af því sem ég taldi að skipti máli, ég myndi segja það. Þá voru líka að koma út endurminningar Gordons Brown og endurminningar Jóhönnu Sigurðardóttir, reyni að fylgjast með því sem fram kemur um þessi mál.“ Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Prófessorinn er búinn að senda rannsókn sína á bankahruninu í yfirlestur. Kostnaður hefur ekki aukist þrátt fyrir miklar tafir. 21. júní 2017 11:00 Gerð skýrslu Hannesar lýkur „innan tíðar“ Gerð skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins mun ljúja "innan tíðar“. 27. október 2017 10:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Útkoma margumræddrar skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um bankahrunið, sú sem Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra pantaði hjá Hannesi fyrir tíu milljónir króna, frestast enn. Hannes greindi sjálfur frá því í pistli á Pressunni þar sem segir: „Mér hefur ólíkt RÚV ekki fundist liggja neitt á, svo að ég ákvað að taka tillit til þeirra, en miða þá við tímann fram til 16. janúar. Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.“Hláleg kenning Marðar Mörður Árnason íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður vill setja þessa dagsetningu í samhengi við það að 17. janúar á Davíð Oddsson afmæli.En eins og þeir vita sem fylgst hafa með stjórnmálum er Davíð í hávegum hafður í bókum Hannesar. Svo það sé varlega orðað. Hannesi var skemmt þegar Vísir bar þessa kenningu undir hann. Taldi þetta til marks um frjótt ímyndunarafl og skáldagáfu. Ástæðan sé einfaldlega sú að 16. nóvember hafi hann tekið ákvörðun um að rétt væri að bera ýmis atriði undir þá sem við sögu koma í skýrslunni. Að þeim gæfist kostur á að setja fram athugasemdir og ekki síður leiðréttingar. Mánuður hefði kannski verið hæfilegt en það væri ekki heppilegt að senda skýrsluna frá sér 16. desember, það hlyti hver maður að sjá og tveir mánuðir væru ríflegur og góður tími. Sem er einmitt 16. janúar. Hins vegar væri það, vel að merkja, sá frestur sem menn hefðu til að koma á framfæri leiðréttingum. En, það segði í sjálfu sér ekkert til um hvort skýrslan kæmi út akkúrat þá.Vill ekki segja hversu margir eru með skýrsluna til umfjöllunar Frestunin hefur sem sagt ekkert með það að gera að Davíð á afmæli og ekki heldur það sem flogið hefur fyrir, að Hannes vilji ekki senda skýrsluna frá sér fyrr en eftir að stjórn hafi verið mynduð. Hannesi þykir slíkar kenningar fráleitar. Hannes vill ekki, þrátt fyrir að hafa verið inntur eftir því nokkrum sinnum, greina frá því hversu margir þetta eru sem eru með skýrsluna nú til yfirlestrar. „Ég hef ekki tölu á þeim.“ En, það væru meðal annars Bretar sem við sögu koma, en skýrslan fjallar um það hvernig alþjóðasamfélagið, ekki síst Bretar, komu fram við Íslendinga: „Skyldu þá eftir á köldum klaka,“ að sögn Hannesar.Niðurstaða í máli Geirs mun hafa áhrif á skýrslunaHannes segir spurður einnig ætla að líta til þess hvernig dómur fellur fyrir Mannréttindadómsstóli Evrópu í máli Geirs H. Haarde sendiherra í Washington á hendur íslenska ríkinu. Geir var sakfelldur í Landsdómi fyrir að halda ekki ráðherrafundi þegar ljóst mátti verða í hvað stefndi með fjármálahrunið í október 2008. Landsdómur segir hann sekan um vanrækslu, hann hefði getað stuðlað að minna tjóni sem hlaust af falli bankanna með því að marka pólitíska stefnu. Þó Geir hafi ekki verið dæmdur til neinnar refsingar hefur hann ekki viljað una þessu og skaut málinu til Evrópu. Hannes telur ekki ólíklegt að þessi dómur kunni að hafa áhrifa á það hvernig skýrslan verður. Dóms í máli Geirs er að vænta nú á fimmtudag. „Þetta er eitt af því sem ég taldi að skipti máli, ég myndi segja það. Þá voru líka að koma út endurminningar Gordons Brown og endurminningar Jóhönnu Sigurðardóttir, reyni að fylgjast með því sem fram kemur um þessi mál.“
Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Prófessorinn er búinn að senda rannsókn sína á bankahruninu í yfirlestur. Kostnaður hefur ekki aukist þrátt fyrir miklar tafir. 21. júní 2017 11:00 Gerð skýrslu Hannesar lýkur „innan tíðar“ Gerð skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins mun ljúja "innan tíðar“. 27. október 2017 10:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00
Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Prófessorinn er búinn að senda rannsókn sína á bankahruninu í yfirlestur. Kostnaður hefur ekki aukist þrátt fyrir miklar tafir. 21. júní 2017 11:00
Gerð skýrslu Hannesar lýkur „innan tíðar“ Gerð skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins mun ljúja "innan tíðar“. 27. október 2017 10:40