Blindur stuðningsmaður Liverpool kvartar undir meðferð lögreglunnar á leiknum í Sevilla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 09:00 Stuðningsmaður Liverpool. Vísir/Getty Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira