4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 10:31 "Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. Vísir/Getty Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna. Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna.
Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10