Aðalmeðferð fer fram á ný í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 13:17 Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu í dag. vísir/anton brink Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldi Lúðvíki Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Aðalmeðferð í Stím-málinu, eins og það hefur verið kallað, fer nú fram í annað sinn þar sem Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms sem féll í desember 2015. Var dómurinn ómerktur vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraði, en fyrrverandi eiginmaður hennar kom við sögu í gögnum málsins. Í málinu eru þeir Lárus, Jóhannes og Þorvaldur Lúðvík ákærðir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group í nóvember 2007. Þeir voru allir dæmdir í fangelsi í þeim dómi sem ómerktur var af Hæstarétti; Lárus í fimm ára fangelsi, Jóhannes hlaut tveggja ára dóm og Þorvaldur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Allir sakborningarnir voru mættir í dómsal í morgun en aðalmeðferð málsins fer fram í dag, á morgun og heldur svo eitthvað áfram fram í næstu viku. Stím málið Tengdar fréttir Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Hæstiréttur úrskuðaði fyrr í dag að Ingimundur Einarsson, dómstjóri í Stím-málinu svokallaða, væri ekki vanhæfur. 14. nóvember 2017 21:11 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldi Lúðvíki Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Aðalmeðferð í Stím-málinu, eins og það hefur verið kallað, fer nú fram í annað sinn þar sem Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms sem féll í desember 2015. Var dómurinn ómerktur vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraði, en fyrrverandi eiginmaður hennar kom við sögu í gögnum málsins. Í málinu eru þeir Lárus, Jóhannes og Þorvaldur Lúðvík ákærðir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group í nóvember 2007. Þeir voru allir dæmdir í fangelsi í þeim dómi sem ómerktur var af Hæstarétti; Lárus í fimm ára fangelsi, Jóhannes hlaut tveggja ára dóm og Þorvaldur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Allir sakborningarnir voru mættir í dómsal í morgun en aðalmeðferð málsins fer fram í dag, á morgun og heldur svo eitthvað áfram fram í næstu viku.
Stím málið Tengdar fréttir Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Hæstiréttur úrskuðaði fyrr í dag að Ingimundur Einarsson, dómstjóri í Stím-málinu svokallaða, væri ekki vanhæfur. 14. nóvember 2017 21:11 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Hæstiréttur úrskuðaði fyrr í dag að Ingimundur Einarsson, dómstjóri í Stím-málinu svokallaða, væri ekki vanhæfur. 14. nóvember 2017 21:11
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51
Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00