Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2017 14:47 Snorri hefur leitað réttar síns fyrir dómstólum síðan 2012. Í gær fékk hann svo dæmdar 6,5 milljónir króna í bætur. Vísir/Auðunn Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, fær sex og hálfa milljón króna í bætur frá Akureyrarbæ. Snorri stefndi bænum vegna ólögmætrar uppsagnar. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri.„Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Uppsögn Snorra var dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Fór Snorri fram á 13,7 milljónir króna í bætur. „Ég þóttist setja fram rökstuddar og hóflegar kröfur en dómskerfið er greinilega á öðru máli,“ segir Snorri á Facebook-síðu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. „Ég velti því fyrir mér að ef dómararnir hér í HDNA væru dómarar í Kjararáði hvort launahækkanir þær sem dæmdar voru þingheimi og ráðherrum hefðu ekki verið mun lægri og róað stéttarfélög alþýðunnar? Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða!“ Tengdar fréttir Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15 Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, fær sex og hálfa milljón króna í bætur frá Akureyrarbæ. Snorri stefndi bænum vegna ólögmætrar uppsagnar. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri.„Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Uppsögn Snorra var dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Fór Snorri fram á 13,7 milljónir króna í bætur. „Ég þóttist setja fram rökstuddar og hóflegar kröfur en dómskerfið er greinilega á öðru máli,“ segir Snorri á Facebook-síðu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. „Ég velti því fyrir mér að ef dómararnir hér í HDNA væru dómarar í Kjararáði hvort launahækkanir þær sem dæmdar voru þingheimi og ráðherrum hefðu ekki verið mun lægri og róað stéttarfélög alþýðunnar? Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða!“
Tengdar fréttir Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15 Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18
Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15
Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07