Ein önnur Evrópuþjóð í okkar riðli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Gylfi Þór og strákarnir bíða klárlega spenntir eftir drættinum. vísir/afp Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira