Gæði, þægindi, kostnaður og aðgengi 1. nóvember 2017 07:00 Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun