Microsoft HoloLens kemur til Íslands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2017 06:00 Íbúi Hangzhou í Zhejiang-héraði Kína prófar HoloLens. Nordicphotos/AFP Bandaríski tæknirisinn Microsoft tilkynnti í gær að HoloLens, gleraugu fyrir viðbótarveruleika (e. augmented reality), verði sett í sölu í 29 löndum í Evrópu. Þrefaldast þannig fjöldi þeirra landa þar sem HoloLens er til sölu en áður voru gleraugun seld í tíu löndum. Eitt þessara landa er Ísland, að því er tæknifréttasíðan TechCrunch greinir frá. „Við teljum að tækniheimurinn sé að fara í þessa átt,“ sagði Lorraine Bardeen, yfirmaður HoloLens-deildar fyrirtækisins þegar stækkunin var kynnt í Lundúnum og bætti því við að með HoloLens væri hægt að færa öll forrit notenda inn í raunveruleikann. „Viðbótarveruleiki mun hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að klára mikilvæg verkefni fljótar og á öruggari og hagkvæmari hátt,“ sagði Bardeen enn fremur. Viðbótarveruleiki er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með þessu skrefi þykir TechCrunch Microsoft vera að veðja á viðbótarveruleikann sem raunhæfan framtíðarmöguleika í stað skjáa. Sölutölur HoloLens hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Eitt er þó víst, gleraugun eru ekki ódýr og kostar ódýrasta útgáfan 3.000 Bandaríkjadali vestanhafs. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Microsoft tilkynnti í gær að HoloLens, gleraugu fyrir viðbótarveruleika (e. augmented reality), verði sett í sölu í 29 löndum í Evrópu. Þrefaldast þannig fjöldi þeirra landa þar sem HoloLens er til sölu en áður voru gleraugun seld í tíu löndum. Eitt þessara landa er Ísland, að því er tæknifréttasíðan TechCrunch greinir frá. „Við teljum að tækniheimurinn sé að fara í þessa átt,“ sagði Lorraine Bardeen, yfirmaður HoloLens-deildar fyrirtækisins þegar stækkunin var kynnt í Lundúnum og bætti því við að með HoloLens væri hægt að færa öll forrit notenda inn í raunveruleikann. „Viðbótarveruleiki mun hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að klára mikilvæg verkefni fljótar og á öruggari og hagkvæmari hátt,“ sagði Bardeen enn fremur. Viðbótarveruleiki er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með þessu skrefi þykir TechCrunch Microsoft vera að veðja á viðbótarveruleikann sem raunhæfan framtíðarmöguleika í stað skjáa. Sölutölur HoloLens hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Eitt er þó víst, gleraugun eru ekki ódýr og kostar ódýrasta útgáfan 3.000 Bandaríkjadali vestanhafs.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira