Andri Rúnar: Var með tilboð frá Suður-Kóreu, Suður-Afríku og Kasakstan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 17:00 Andri Rúnar Bjarnason. Mynd/Twitter/@HelsingborgsIF Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira