Næstum því hundrað stiga leikur hjá Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 19:15 James Harden. Vísir/Getty James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira