Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Heimir Guðjósson, kóngurinn í Krikanum til áraraða, mun nú reyna að leggja Færeyjar að fótum sér. Vísir/Ernir „Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sjá meira
„Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sjá meira