Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 17:15 Sölvi Geir Ottesen vann þrjá stóra titla með FCK. Vísir/Getty Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. Sölvi Geir tilkynnti það á Instagram að tíma hans erlendis sé að ljúka. Hann birtir með mynd af sér í búningi allra átta félaganna sem hann hefur spilað með í atvinnumennsku. „Tími minn í útlöndum er á enda og ég vil þakka öllu fólkinu, öllum liðsfélögunum, öllu starfsfólkinu, öllum stuðningsmönnunum, vinunum og fjölskyldunni sem tóku þátt í þessu ferðalagi með mér," skrifaði Sölvi inn á Instagram í dag. My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PST Sölvi Geir er 33 ára gamall varnarmaður og hefur spilað í atvinnumennsku í þrettán ár eða síðan að hann yfirgaf Víkinga eftir 2004 tímabilið. Sölvi Geir hefur síðan leiki í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Kína. Hann var að klára tímabilið með kínverska félaginu Guangzhou R&F sem endaði í fimmta sæti. Sölvi hefur spilað með fjórum félögum í Kína frá 2015. Sölvi Geir varð tvisvar sinnum danskur meistari með FC Kaupmannahöfn (2011 og 2013) og varð bæði sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku með Djurgården (2005). Sölvi Geir hefur leikið 28 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta á móti Póllandi 2005 og þann síðasta á móti Finnlandi í janúar 2016. Það er ljóst að íslensku félögin munu keppast um undirskrift Sölva Geirs en hann hefur meðal annars verið orðaður við FH sem og fleiri félög í Pepsi-deildinni. Hér er á ferðinni einn sá eftirsóttasti fyrir íslensku félögin á félagsskiptamarkaðnum í vetur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. Sölvi Geir tilkynnti það á Instagram að tíma hans erlendis sé að ljúka. Hann birtir með mynd af sér í búningi allra átta félaganna sem hann hefur spilað með í atvinnumennsku. „Tími minn í útlöndum er á enda og ég vil þakka öllu fólkinu, öllum liðsfélögunum, öllu starfsfólkinu, öllum stuðningsmönnunum, vinunum og fjölskyldunni sem tóku þátt í þessu ferðalagi með mér," skrifaði Sölvi inn á Instagram í dag. My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PST Sölvi Geir er 33 ára gamall varnarmaður og hefur spilað í atvinnumennsku í þrettán ár eða síðan að hann yfirgaf Víkinga eftir 2004 tímabilið. Sölvi Geir hefur síðan leiki í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Kína. Hann var að klára tímabilið með kínverska félaginu Guangzhou R&F sem endaði í fimmta sæti. Sölvi hefur spilað með fjórum félögum í Kína frá 2015. Sölvi Geir varð tvisvar sinnum danskur meistari með FC Kaupmannahöfn (2011 og 2013) og varð bæði sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku með Djurgården (2005). Sölvi Geir hefur leikið 28 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta á móti Póllandi 2005 og þann síðasta á móti Finnlandi í janúar 2016. Það er ljóst að íslensku félögin munu keppast um undirskrift Sölva Geirs en hann hefur meðal annars verið orðaður við FH sem og fleiri félög í Pepsi-deildinni. Hér er á ferðinni einn sá eftirsóttasti fyrir íslensku félögin á félagsskiptamarkaðnum í vetur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira