Sjálfstæðisflokkurinn á móti öllum breytingum á gjaldtöku í sjávarútvegi Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 11:26 Nefndin er hætt störfum en Þorsteinn segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið gegn öllum hugsanlegum breytingum á breytingum við gjaldtöku á auðlindinni. Þorsteinn Pálsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir öllum hugsanlegum breytingum á fyrirkomulagi við fiskveiðar og að aukinn arður renni í samneysluna.Þetta kemur fram greinargerð hans sem formaður nefndar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði en hún átti að fjalla um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn, sem er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, segir nefndina hætta störfum. Tilgangslaust sé að halda áfram starfi hennar, því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi gegn öllum hugmyndum um breytingar.Teitur Björn stóð vörð um óbreytt ástand Ekki er hægt að skilja Þorstein öðruvísi en svo að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Teitur Björn Einarsson alþingismaður, hafi hreinlega aftrað því að einhver niðurstæða fengist. „Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á þeirri stundu tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni,“ segir meðal annars aðfararorðum greinargerðar sem Þorsteinn hefur skilað til ráðuneytisins.Teitur Björn stóð í vegi fyrir öllum breytingum hugsanlegum á frekari gjaldtöku á auðlindinni.visir/ernirEkki hafi tekist að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku af sjávarauðlindinni.Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn sammála Þegar ákveðið var að rjúfa þing og efna til kosninga 28. október næstkomandi stóðu mál þannig, að sögn Þorsteins, að fulltrúar tveggja flokka, Viðreisnar og Framsóknarflokks, höfðu lagt fram tillögur í nefndinni, hvor í sínu lagi. „Ennfremur höfðu fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, lýst stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Þorsteinn segist hafa gert ráðherra grein fyrir því munnlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.Tilgangslaust að halda starfinu áfram „Um leið lét ég það álit mitt í ljós að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með forystu fyrir ríkisstjórn opnaði ekki með ótvíræðum hætti fyrir lausn á þeirri forsendu. Þetta mat mitt er óbreytt.“ Þorsteinn segist telja að tímabundinn afnotaréttur sé forsenda fyrir því að ná megi tveimur afar mikilvægum markmiðum í löggjöf um þessi efni: Annars vegar að lagareglurnar endurspegli með alveg ótvíræðum hætti sameign þjóðarinnar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna. Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þorsteinn Pálsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir öllum hugsanlegum breytingum á fyrirkomulagi við fiskveiðar og að aukinn arður renni í samneysluna.Þetta kemur fram greinargerð hans sem formaður nefndar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði en hún átti að fjalla um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn, sem er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, segir nefndina hætta störfum. Tilgangslaust sé að halda áfram starfi hennar, því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi gegn öllum hugmyndum um breytingar.Teitur Björn stóð vörð um óbreytt ástand Ekki er hægt að skilja Þorstein öðruvísi en svo að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Teitur Björn Einarsson alþingismaður, hafi hreinlega aftrað því að einhver niðurstæða fengist. „Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á þeirri stundu tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni,“ segir meðal annars aðfararorðum greinargerðar sem Þorsteinn hefur skilað til ráðuneytisins.Teitur Björn stóð í vegi fyrir öllum breytingum hugsanlegum á frekari gjaldtöku á auðlindinni.visir/ernirEkki hafi tekist að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku af sjávarauðlindinni.Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn sammála Þegar ákveðið var að rjúfa þing og efna til kosninga 28. október næstkomandi stóðu mál þannig, að sögn Þorsteins, að fulltrúar tveggja flokka, Viðreisnar og Framsóknarflokks, höfðu lagt fram tillögur í nefndinni, hvor í sínu lagi. „Ennfremur höfðu fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, lýst stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Þorsteinn segist hafa gert ráðherra grein fyrir því munnlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki tilbúinn að fallast á að tímabundinn veiðiréttur skyldi vera grundvöllur gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.Tilgangslaust að halda starfinu áfram „Um leið lét ég það álit mitt í ljós að tilgangslítið væri að halda áfram tilraunum til samkomulags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með forystu fyrir ríkisstjórn opnaði ekki með ótvíræðum hætti fyrir lausn á þeirri forsendu. Þetta mat mitt er óbreytt.“ Þorsteinn segist telja að tímabundinn afnotaréttur sé forsenda fyrir því að ná megi tveimur afar mikilvægum markmiðum í löggjöf um þessi efni: Annars vegar að lagareglurnar endurspegli með alveg ótvíræðum hætti sameign þjóðarinnar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna.
Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46