Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2017 21:22 Tyler Tenbrink þegar hann yfirgaf ræðu Richard Spencer. Vísir/Getty Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira