Svaf í fötunum með ólæsta hurð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2017 18:30 Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira