Vaxtalækkun, peningar og hagstæðari leiga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2017 20:00 Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði. Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði.
Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira