Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2017 09:09 Ýmsir telja upplegg Agnesar sérkennilega siðferðisskýringu og víst er að Reynir Traustason er einn þeirra. Hann ætlar að segja skilið við Þjóðkirkjuna. Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju. Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju.
Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39