Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 09:12 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03