Tókust á um svissnesku leiðina: „Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. október 2017 14:21 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættu í Bítið í morgun. Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni. Kosningar 2017 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira