Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira