Myndin sem fær stuðningsfólk 76ers til að hlakka mikið til framtíðarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 22:00 Ben Simmons treður boltanum í körfuna. Vísir/Getty Mörg dæmi eru um það í NBA-deildinni að risastjörnur liðanna eiga oft erfitt með að gleðjast með hvorum öðrum en það lítur ekki út fyrir að það verði vandamál hjá Philadelphia 76ers í næstu framtíð. Philadelphia 76ers hefur verið í uppbyggingarfasa í mörg ár en fyrir vikið eru nú margir af mest spennandi leikmönnum NBA-deildarinnar komnir til liðsins. Tveir af þeim sem mestar væntingar eru bundnar við eru leikstjórnandinn Ben Simmons og miðherjinn Joel Embiid. Þeir misstu báðir af sínu fyrsta tímabili vegna meiðsla og það er verið að passa upp á það. Við fengum hinsvegar brot af því sem koma skal í fyrrinótt í fyrsta sigri Philadelphia 76ers á leiktíðinni. Liðið vann þá 97-86 sigur á Detroit Pistons. Hinn 23 ára og 213 sentímetra hái miðherji Joel Embiid var þá með 30 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta á 28 mínútum. Hinn 21 árs gamli og 208 sentímetra hái leikstjórnandi Ben Simmons var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 12 fraköst og gaf 10 stoðsendingar. Ben Simmons tróð boltanum meðal annars einu sinn glæsilega í körfuna eftir að hafa fengið góða hindrun frá Joel Embiid rétt innan þriggja stiga línunnar. Það er myndin sem náðist af þeim félögum, þegar Ben Simmons var um það bil að fara að troða boltanum í körfuna, sem fær Philadelphia 76ers fólk til að brosa. Menn taka þar strax eftir Simmons sem er upp við myndavélina en svo fóru menn að skoða betur bakgrunninn þar sem Joel Embiid er og horfir á liðsfélaga sinn vera við það hamra boltanum í körfuna. Það er nefnilega svipurinn á Joel Embiid sem fær stuðningsfólk Philadelphia 76ers til að horfa enn bjartari augum til framtíðarinnar. Einstök gleði skín nefnilega frá Embiid. Hann gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Ben Simmons eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er öllum ljóst að ef þessir tveir munu ná vel saman þá geta frábærir hlutir gerst hjá liði Philadelphia 76ers í framtíðinni."That's my boy." pic.twitter.com/cm5KQEFGgU — Michael Lee (@MrMichaelLee) October 24, 2017 NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Mörg dæmi eru um það í NBA-deildinni að risastjörnur liðanna eiga oft erfitt með að gleðjast með hvorum öðrum en það lítur ekki út fyrir að það verði vandamál hjá Philadelphia 76ers í næstu framtíð. Philadelphia 76ers hefur verið í uppbyggingarfasa í mörg ár en fyrir vikið eru nú margir af mest spennandi leikmönnum NBA-deildarinnar komnir til liðsins. Tveir af þeim sem mestar væntingar eru bundnar við eru leikstjórnandinn Ben Simmons og miðherjinn Joel Embiid. Þeir misstu báðir af sínu fyrsta tímabili vegna meiðsla og það er verið að passa upp á það. Við fengum hinsvegar brot af því sem koma skal í fyrrinótt í fyrsta sigri Philadelphia 76ers á leiktíðinni. Liðið vann þá 97-86 sigur á Detroit Pistons. Hinn 23 ára og 213 sentímetra hái miðherji Joel Embiid var þá með 30 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta á 28 mínútum. Hinn 21 árs gamli og 208 sentímetra hái leikstjórnandi Ben Simmons var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 12 fraköst og gaf 10 stoðsendingar. Ben Simmons tróð boltanum meðal annars einu sinn glæsilega í körfuna eftir að hafa fengið góða hindrun frá Joel Embiid rétt innan þriggja stiga línunnar. Það er myndin sem náðist af þeim félögum, þegar Ben Simmons var um það bil að fara að troða boltanum í körfuna, sem fær Philadelphia 76ers fólk til að brosa. Menn taka þar strax eftir Simmons sem er upp við myndavélina en svo fóru menn að skoða betur bakgrunninn þar sem Joel Embiid er og horfir á liðsfélaga sinn vera við það hamra boltanum í körfuna. Það er nefnilega svipurinn á Joel Embiid sem fær stuðningsfólk Philadelphia 76ers til að horfa enn bjartari augum til framtíðarinnar. Einstök gleði skín nefnilega frá Embiid. Hann gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Ben Simmons eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er öllum ljóst að ef þessir tveir munu ná vel saman þá geta frábærir hlutir gerst hjá liði Philadelphia 76ers í framtíðinni."That's my boy." pic.twitter.com/cm5KQEFGgU — Michael Lee (@MrMichaelLee) October 24, 2017
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira