Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2017 10:17 Norska leikkonan Natassia Malthe. Vísir/AFP Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti. MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti.
MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira