Klifraði upp fimm gáma eftir kajakferð að hafnarsvæðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2017 20:00 Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Sjá meira
Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Sjá meira