Breskur þingmaður til rannsóknar fyrir að biðja aðstoðarkonu um að kaupa kynlífsleikföng Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 18:19 Mark Garnier er í klandri eftir að greint var frá vafasömu framferði hans í garð fyrrverandi ritara. Vísir/AFP Rannsókn er hafin á því hvort að þingmaður breska Íhaldsflokksins hafi brotið siðareglur ráðherra þegar hann bað ritara sinn um að kaupa kynlífsleikföng. Hann hefur einnig viðurkennt að hafa kallað konuna „sykurbrjóst“. Fyrrverandi ritari Marks Garnier sagði frá því í viðtali við Mail on Sunday að þingmaðurinn hefði látið hana fá pening til að kaupa tvo titrara í verslun með hjálpartæki ástarlífsins. Þá hafi hann kallað hana „sykurbrjóst“ [e. Sugar tits] á öldurhúsi. Garnier viðurkenndi þetta við blaðið en neitaði því að framkoma hans gæti talist verið kynferðisleg áreitni jafnvel þó að hún gæti talist „risaeðluleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Greint hefur verið frá kynferðislegu áreiti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Búist er við að Theresa May, forsætisráðherra, leggi fram aðgerðir í samstarfi við forseta þingsins um að bæta menningu á bresku þinginu og að koma á fót formlegu verkferli til að fjalla um kvartanir hjá þingmönnum og starfsliði þeirra. Þá neyddist Michael Gove, umhverfisráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins, til að biðjast afsökunar í gær fyrir að hafa líkt því að mæta í viðtal við þáttastjórnanda BBC við það að fara inn í svefnherbergi bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hálfu Weinstein síðustu vikur. MeToo Bretland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Rannsókn er hafin á því hvort að þingmaður breska Íhaldsflokksins hafi brotið siðareglur ráðherra þegar hann bað ritara sinn um að kaupa kynlífsleikföng. Hann hefur einnig viðurkennt að hafa kallað konuna „sykurbrjóst“. Fyrrverandi ritari Marks Garnier sagði frá því í viðtali við Mail on Sunday að þingmaðurinn hefði látið hana fá pening til að kaupa tvo titrara í verslun með hjálpartæki ástarlífsins. Þá hafi hann kallað hana „sykurbrjóst“ [e. Sugar tits] á öldurhúsi. Garnier viðurkenndi þetta við blaðið en neitaði því að framkoma hans gæti talist verið kynferðisleg áreitni jafnvel þó að hún gæti talist „risaeðluleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Greint hefur verið frá kynferðislegu áreiti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Búist er við að Theresa May, forsætisráðherra, leggi fram aðgerðir í samstarfi við forseta þingsins um að bæta menningu á bresku þinginu og að koma á fót formlegu verkferli til að fjalla um kvartanir hjá þingmönnum og starfsliði þeirra. Þá neyddist Michael Gove, umhverfisráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins, til að biðjast afsökunar í gær fyrir að hafa líkt því að mæta í viðtal við þáttastjórnanda BBC við það að fara inn í svefnherbergi bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hálfu Weinstein síðustu vikur.
MeToo Bretland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira