Fullorðin en þurfa að treysta á góðvild foreldra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. október 2017 20:30 Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira