Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2017 18:36 Benedikt Jóhannesson ræddi við fjölmiðla eftir fundinn sem lauk um kl.18:00. Vísir/Eyþór Benedikt Jóhannesson hóf fund þingflokks og stjórnar Viðreisnar í dag með því að taka til máls og tilkynna að hann ætlaði að stíga til hliðar. Tók hann þessa ákvörðun í gærkvöldi í samráði við fjölskyldu sína. Eins og sagt var frá á Vísi er Þorgerður Katrín nýr formaður flokksins. Á fundinum var samþykkt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og oddviti framboðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi tæki við hlutverki hans. Sú ákvörðun var staðfest af ráðgjafarráði flokksins á fundi sem lauk upp úr kl. 18.00 í dag. Sjá einnig: Þorgerður Katrín er nýr formaður ViðreisnarSamkvæmt fréttatilkynningu frá Viðreisn tók Benedikt þessa ákvörðun til að leggja sitt af mörkum til þess að Viðreisn nái að snúa vörn í sókn á síðustu metrum þessa kosningaundirbúnings. „Viðreisn var stofnuð til þess að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum breyta grundvallarkerfum, til dæmis í landbúnaði og sjávarútvegi, og hverfa frá sveiflukenndum gjaldmiðli og miklu hærri vöxtum en í nágrannalöndum okkar. Við teljum að íslenskir kjósendur vilji hverfa frá stjórnmálum sem snúast um persónur og hugsa um málefni. Við viljum stöðugleika en ekki stöðnun. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að málefnastaða flokksins sé sterk en staðan í skoðanakönnunum sé veik. „Það er óásættanlegt að sjá að fulltrúar frjálslyndis beri skarðan hlut frá borði og því tel ég rétt að skipta um formann í flokknum á þessari stundu. Þá ákvörðun tók ég einn og án þrýstings frá öðrum,“ segir Benedikt um þessa ákvörðun. Óskar hann Þorgerði Katrínu góðs gengis í þessu nýja verkefni. Þorgerður segir mikilvægt fyrir Viðreisn að ná augum og eyrum kjósenda „Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og tek við þessum kyndli með mikilli virðingu fyrir því starfi sem unnið hefur verið innan flokksins og ekki síður fyrir því Grettistaki sem við þurfum að lyfta fram að kosningum.“ Hún segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til og stofnandinn er trúr hugsjónum sínum með því að stíga til hliðar við þessar aðstæður. Ég vil fyrir hönd alls Viðreisnarfólks þakka Benedikt fyrir elju hans og dugnað í formannsstólnum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur standa nánast í stað milli vikna. Píratar tapa tæplega þremur prósentustigum milli vikna. Viðreisn og Björt framtíð áfram á botninum. 11. október 2017 04:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Benedikt Jóhannesson hóf fund þingflokks og stjórnar Viðreisnar í dag með því að taka til máls og tilkynna að hann ætlaði að stíga til hliðar. Tók hann þessa ákvörðun í gærkvöldi í samráði við fjölskyldu sína. Eins og sagt var frá á Vísi er Þorgerður Katrín nýr formaður flokksins. Á fundinum var samþykkt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og oddviti framboðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi tæki við hlutverki hans. Sú ákvörðun var staðfest af ráðgjafarráði flokksins á fundi sem lauk upp úr kl. 18.00 í dag. Sjá einnig: Þorgerður Katrín er nýr formaður ViðreisnarSamkvæmt fréttatilkynningu frá Viðreisn tók Benedikt þessa ákvörðun til að leggja sitt af mörkum til þess að Viðreisn nái að snúa vörn í sókn á síðustu metrum þessa kosningaundirbúnings. „Viðreisn var stofnuð til þess að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum breyta grundvallarkerfum, til dæmis í landbúnaði og sjávarútvegi, og hverfa frá sveiflukenndum gjaldmiðli og miklu hærri vöxtum en í nágrannalöndum okkar. Við teljum að íslenskir kjósendur vilji hverfa frá stjórnmálum sem snúast um persónur og hugsa um málefni. Við viljum stöðugleika en ekki stöðnun. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að málefnastaða flokksins sé sterk en staðan í skoðanakönnunum sé veik. „Það er óásættanlegt að sjá að fulltrúar frjálslyndis beri skarðan hlut frá borði og því tel ég rétt að skipta um formann í flokknum á þessari stundu. Þá ákvörðun tók ég einn og án þrýstings frá öðrum,“ segir Benedikt um þessa ákvörðun. Óskar hann Þorgerði Katrínu góðs gengis í þessu nýja verkefni. Þorgerður segir mikilvægt fyrir Viðreisn að ná augum og eyrum kjósenda „Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og tek við þessum kyndli með mikilli virðingu fyrir því starfi sem unnið hefur verið innan flokksins og ekki síður fyrir því Grettistaki sem við þurfum að lyfta fram að kosningum.“ Hún segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til og stofnandinn er trúr hugsjónum sínum með því að stíga til hliðar við þessar aðstæður. Ég vil fyrir hönd alls Viðreisnarfólks þakka Benedikt fyrir elju hans og dugnað í formannsstólnum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur standa nánast í stað milli vikna. Píratar tapa tæplega þremur prósentustigum milli vikna. Viðreisn og Björt framtíð áfram á botninum. 11. október 2017 04:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47
Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur standa nánast í stað milli vikna. Píratar tapa tæplega þremur prósentustigum milli vikna. Viðreisn og Björt framtíð áfram á botninum. 11. október 2017 04:00