Svarar Steingrími fullum hálsi: „Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 21:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lét Steingrím heyra það á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri. vísir/stefán Á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri sagði Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi og uppskar mikið lófaklapp menntskælinga. „Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum. „Svona ummæli og fordómar viðgangast ef enginn mótmælir þeim. Við þurfum auðvitað að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Áslaug í samtali við Vísi en hún bætir við að mönnum geti að sjálfsögðu orðið á en að sér hafi fundist mikilvægt að svara ummælum sem þessum, sérstaklega á fundi ungmenna. „Ég bara veit það að „fatlaður“ eru of oft notað sem niðrandi orð og mér finnst það miður. Það er leiðinlegt að þeim sé stillt upp þannig að þau séu lélegri eða verri eins og þetta var sett upp,“ segir Áslaug sem segir málið standa sér nærri þar sem hún eigi fatlaða systur. „Mér finnst bara alltaf mjög mikilvægt að þegar þetta kemur upp - af því þetta stendur mér nærri - að svara þessu svo þetta viðgangist ekki og verði ekki talinn eðlilegur talsmáti af því það er nú bara svoleiðis að orðið fatlaður á ekki að vera notað sem neikvætt eða niðrandi orð, sama um hvað er talað,“ segir Áslaug að endingu.Hér að neðan er hægt að sjá myndskeið af ummælunum. Uppfært: Blaðamanni hefur verið bent á að Steingrímur hafi beðist afsökunar á ummælum sínum seinna á sama fundi. Því skal haldið til haga hér. Afsökunarbeiðni Steingríms hljóðaði svo: „Já, góðir fundarmenn, Það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því hafi ég komið þannig út að ég væri að líkja Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt við einhvers konar líkamlega, andlega fötlun. Það er ekki vel orðað.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri sagði Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi og uppskar mikið lófaklapp menntskælinga. „Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum. „Svona ummæli og fordómar viðgangast ef enginn mótmælir þeim. Við þurfum auðvitað að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Áslaug í samtali við Vísi en hún bætir við að mönnum geti að sjálfsögðu orðið á en að sér hafi fundist mikilvægt að svara ummælum sem þessum, sérstaklega á fundi ungmenna. „Ég bara veit það að „fatlaður“ eru of oft notað sem niðrandi orð og mér finnst það miður. Það er leiðinlegt að þeim sé stillt upp þannig að þau séu lélegri eða verri eins og þetta var sett upp,“ segir Áslaug sem segir málið standa sér nærri þar sem hún eigi fatlaða systur. „Mér finnst bara alltaf mjög mikilvægt að þegar þetta kemur upp - af því þetta stendur mér nærri - að svara þessu svo þetta viðgangist ekki og verði ekki talinn eðlilegur talsmáti af því það er nú bara svoleiðis að orðið fatlaður á ekki að vera notað sem neikvætt eða niðrandi orð, sama um hvað er talað,“ segir Áslaug að endingu.Hér að neðan er hægt að sjá myndskeið af ummælunum. Uppfært: Blaðamanni hefur verið bent á að Steingrímur hafi beðist afsökunar á ummælum sínum seinna á sama fundi. Því skal haldið til haga hér. Afsökunarbeiðni Steingríms hljóðaði svo: „Já, góðir fundarmenn, Það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því hafi ég komið þannig út að ég væri að líkja Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt við einhvers konar líkamlega, andlega fötlun. Það er ekki vel orðað.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira