Sváfu í tjaldi á Laugaveginum Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2017 15:38 Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi komnir uppí tjaldið góða. Nýr MINI Countryman Plug-In-Hybrid var forkynntur í gærkvöld á veitingastaðnum Sumac við Laugaveg. Forkynningargestum var kynnt sú nýjung að þeim sem yrði fyrstur til að ákveða sig stæði til boða að bóka gistingu í MINI topptjaldi sem sýnt var með bílnum. Bíllinn og topptjaldi hafði verið skráð á gistisíðunni Airbnb sem gistimöguleiki aðeins þessa einu nótt. Þeir félagar Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi tóku áskoruninni, bókuðu gistinguna á Airbnb og gistu í MINI tjaldinu yfir nóttina þrátt fyrir að Brynjólfur hafi átt pantað flug til Kaupmannahafnar og því þurft að vakna kl. 04:00. Nóttin var að sögn þeirra félaga erilsamari en þeir áttu von á en það kom ekki að sök því þeir eru báðir alvanir útivistarmenn sem ekki víla fyrir sér að gista í tjaldi hvar og hvenær sem er. Þegar starfsmenn True North og BL komu morguninn eftir til að taka saman og ganga frá bíl og tjaldi var Brynjólfur floginn til Kaupamannahafnar en Heiðar Logi svaf vært í tjaldinu og lét vel af upplifuninni.Glaðir rétt fyrir svefninn. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent
Nýr MINI Countryman Plug-In-Hybrid var forkynntur í gærkvöld á veitingastaðnum Sumac við Laugaveg. Forkynningargestum var kynnt sú nýjung að þeim sem yrði fyrstur til að ákveða sig stæði til boða að bóka gistingu í MINI topptjaldi sem sýnt var með bílnum. Bíllinn og topptjaldi hafði verið skráð á gistisíðunni Airbnb sem gistimöguleiki aðeins þessa einu nótt. Þeir félagar Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi tóku áskoruninni, bókuðu gistinguna á Airbnb og gistu í MINI tjaldinu yfir nóttina þrátt fyrir að Brynjólfur hafi átt pantað flug til Kaupmannahafnar og því þurft að vakna kl. 04:00. Nóttin var að sögn þeirra félaga erilsamari en þeir áttu von á en það kom ekki að sök því þeir eru báðir alvanir útivistarmenn sem ekki víla fyrir sér að gista í tjaldi hvar og hvenær sem er. Þegar starfsmenn True North og BL komu morguninn eftir til að taka saman og ganga frá bíl og tjaldi var Brynjólfur floginn til Kaupamannahafnar en Heiðar Logi svaf vært í tjaldinu og lét vel af upplifuninni.Glaðir rétt fyrir svefninn.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent