Michael Jordan: Þessi súperlið þýða að hin liðin verða algjört rusl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:00 Michael Jordan var í súperliði á sínum tíma og tapaði aldrei í lokaúrslitum. Vísir/Getty Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar. NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar.
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira