Utanríkisráðherra segir tímabært að ræða um norðurslóðir sem viðskiptasvæði Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 11:11 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp á Hringborði norðurslóða í Hörpu í morgun. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tryggja verði sjálfbæra þróun efnahags- og viðskiptalífs á norðurslóðum, allt í sátt við við umhverfið á svæðinu. Þetta sagði ráðherra í ávarpi sínu á Hringborði norðurslóða í morgun. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi lagt höfuðáherslu á að tryggja sjálfbæra og friðsamlega þróun á norðurslóðum á sama tíma og augu beindust í æ ríkari mæli að svæðinu. „Norðurslóðir eru að opnast, í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og því er tímabært að ræða þær sem viðskiptasvæði. Nýir möguleikar og áskoranir eru að líta dagsins ljós í viðskiptum, flutningum, ferðamennsku, fjárfestingum, námugreftri, rannsóknum, þjónustu og félagslegri þróun, svo eitthvað sé nefnt,” sagði ráðherra. Guðlaugur Þór sagði að gæta yrði að umhverfinu þar sem óvíða væru áhrif loftslagsbreytinga sýnilegri en á norðurslóðum og að þær hefðu svo aftur áhrif um allan heim. Alþjóðleg samvinna ríkja væri lykillinn að því að takast á við þær. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með bráðnun íss breyttust aðstæður sem margir horfðu til, til dæmis í flutningum. Þannig styttist leiðin á milli Asíu og Norður-Evrópu um allt að 40 prósent væri farið norður fyrir Rússland. Á síðasta ári hefðu um 7,6 milljón tonn verið flutt þá leið og gert væri ráð fyrir að 35 milljónir tonna yrðu flutt sömu leið árið 2025. Ráðherrann sagði mikilvægt að sinna þessu verkefni í gegnum Viðskiptaráð norðurslóða, sem stofnað var 2014 til að greiða fyrir viðskiptum og ábyrgri efnahagsþróun. Margar áskoranir fylgdu þessum breytingum í tengslum við umhverfi, öryggi og innviði á svæði sem um fjórar milljónir manna byggja. „Efnahagsþróun á norðurslóðum verður ekki aðeins að vera sjálfbær og taka tillit til viðkvæmra vistkerfa, hún á líka að nýtast þeim sem á svæðinu búa; með bættum innviðum, heilsugæslu, skólum, samskiptakerfum og öðrum þáttum nútíma samfélags,” sagði ráðherra. Sagði hann að fara yrði með gát í efnahagsþróun á norðurslóðum og byggja á traustri vísindalegri og tæknilegri þekkingu sem fengist hefði með reynslu af svæðinu. „Takist okkur að finna hinn gullna meðalveg, er ég sannfærður um að framtíð norðurslóða er björt, bæði fyrir náttúruna, viðskipti og íbúa,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58