Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2017 20:00 Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira