Stöðugleikinn í fylginu vekur mikla eftirtekt 18. október 2017 06:00 Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00