Umhverfismál og menning mæta afgangi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2017 06:00 Umhverfismálin eru ekki ofarlega í huga kjósenda. vísir/vilhelm Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30