Aron Einar: Alveg sama þó hann skori ekki, hann er töffari Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira