Leitarvélar finna barnapíutæki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. október 2017 20:00 Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira