Fjölmiðlar um allan heim fjalla um sögulegt afrek Íslands: „Fótboltaævintýri Íslands heldur áfram“ Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 21:28 Ísland sigraði gegn Kósóvó í kvöld og tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi. Vísir/ernir Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem komist hefur á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í karlaflokki. Með 2-0 sigri gegn Kósóvó fékk Ísland farseðilinn til Rússlands. Trínidad og Tóbagó var áður minnsta þjóðin sem hefur komist á HM þegar þjóðin komst á HM 2006 í Þýskalandi. Í Trínidad og Tóbagó búa milljón fleiri en á Íslandi og er Ísland því lang minnsta þjóðin sem fer á HM. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um sigurinn og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld. Nágrannar okkar í Noregi segja Ísland klárt í sitt fyrsta heimsmeistaramót í knattspyrnu. „Fótboltaævintýrið heldur áfram á Íslandi.“ Bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN fjallaði um sigur Íslands. „Það var stjarnan Gylfi Sigurðsson, sem setti EM eftirlætið á braut til Rússlands á fertugustu mínútu,“ segir á síðunni. „Ísland mun keppa í fyrsta skipti í lokakeppni HM næsta sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn“ kemur fram á Daily Mail. Nýsjálenska fréttaveitan Stuff fjallaði einnig um málið. „Íslendingar halda skriðu sinni áfram eftir hvetjandi frammistöðu sína á EM 2016. Ísland endaði efst í riðli sínum og fóru sjálfkrafa í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári á kostnað Króatíu,“ segir í fréttinni. Þar er einnig vakin athygli á fólksfæð Íslands. „Með 2-0 sigri gegn Kósóvó gerði Ísland það sem fáir hefðu trúað að væri mögulegt fyrir eyþjóðina sem er frægari fyrir eldfjöll og norðurljós heldur en knattspyrnu: tryggði sér sjálfkrafa þátttöku á Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi 2018,“ segir á vefmiðlinum Heavy.com. Iceland (pop 334,000). have qualified for the #WorldCup for the first time ever - the smallest nation ever to do so! https://t.co/8McWes0niu pic.twitter.com/NGxZXYC6GR— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2017 BREAKING: Iceland qualifies for its first World Cup.— The Associated Press (@AP) October 9, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem komist hefur á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í karlaflokki. Með 2-0 sigri gegn Kósóvó fékk Ísland farseðilinn til Rússlands. Trínidad og Tóbagó var áður minnsta þjóðin sem hefur komist á HM þegar þjóðin komst á HM 2006 í Þýskalandi. Í Trínidad og Tóbagó búa milljón fleiri en á Íslandi og er Ísland því lang minnsta þjóðin sem fer á HM. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um sigurinn og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld. Nágrannar okkar í Noregi segja Ísland klárt í sitt fyrsta heimsmeistaramót í knattspyrnu. „Fótboltaævintýrið heldur áfram á Íslandi.“ Bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN fjallaði um sigur Íslands. „Það var stjarnan Gylfi Sigurðsson, sem setti EM eftirlætið á braut til Rússlands á fertugustu mínútu,“ segir á síðunni. „Ísland mun keppa í fyrsta skipti í lokakeppni HM næsta sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn“ kemur fram á Daily Mail. Nýsjálenska fréttaveitan Stuff fjallaði einnig um málið. „Íslendingar halda skriðu sinni áfram eftir hvetjandi frammistöðu sína á EM 2016. Ísland endaði efst í riðli sínum og fóru sjálfkrafa í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári á kostnað Króatíu,“ segir í fréttinni. Þar er einnig vakin athygli á fólksfæð Íslands. „Með 2-0 sigri gegn Kósóvó gerði Ísland það sem fáir hefðu trúað að væri mögulegt fyrir eyþjóðina sem er frægari fyrir eldfjöll og norðurljós heldur en knattspyrnu: tryggði sér sjálfkrafa þátttöku á Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi 2018,“ segir á vefmiðlinum Heavy.com. Iceland (pop 334,000). have qualified for the #WorldCup for the first time ever - the smallest nation ever to do so! https://t.co/8McWes0niu pic.twitter.com/NGxZXYC6GR— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2017 BREAKING: Iceland qualifies for its first World Cup.— The Associated Press (@AP) October 9, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira